Wednesday, August 29, 2007

Astrópía

Ég fór á Astrópíu á föstudag með vonir um góða mynd þar sem hún hafði fengið 4 stjörnur. Ég varð ekki fyrir vonbrigðum. Þótt myndin sé lengi að byrja skemmir það ekki fyrir. Sögurþráðurinn er öðruvísi en við erum vön í íslenskum bíómyndum, allaveganna það sem ég hef séð, en hann er mjög skemmtilegur. Ég hélt að atriðið þar sem þau eru að spila og síðan hrynja veggirnir væru vel gert "greenscreen" atriði en þegar Guðmundur sagði okkur í dag að það hefði verið á tökustað fannst mér það alger snilld, mjög flott sena. Leikur allra var nokkuð góður, Davíð Þór, Sveppi og Pétur frekar "solid", en hinir voru mjög góðir líka, kom mér á óvart hve Ragnhildur var góð.

Eins og við komumst að í morgun er mikil vinna búin að fara í þessa mynd og datt ekki í hug að hún allt ferlið hefði verið um 6 ár þar sem ég heyrði fyrst af henni þegar byrjað var að auglýsa, hugsanlega vegna þess að ég bý víst í helli.

Allavega ágætis mynd sem ég mæli með að fólk sjái.