Monday, November 26, 2007

The General

Man ekki hvort þetta myndin sem við sáum næst en þetta kemur allt, í einhverri röð allaveganna.

The General.

Þetta er svarthvít ganabnynd sem fjallar um Suðurríkja-mann sem er hrifinn af stúlku en hún vill að hann skráir sig í herinn. En þar sem hann er einhverskonar verkfræðingur, man ekki alveg, fær hann ekki að skrá sig. Hann lendir svo í mörgum óhöppum þegar lestinni hans er rænt.

Fannst myndin alger snilld Hún var mjög vel leikin, aðaleikarinn, og tókst honum að skila sínu frábærlega án þess að ýkja viðbrögðin.

Nánast á hverri mínútu skeði e-ð fyndið sem hægt var að hlæja að. Þá er ég ekki að tala um svona hlátur þegar einhver rennur á banahýði heldur svona hlátur sem maður fær illt í magan af :).

Hlýtur samt að hafa verið mega mál að taka þessa mynd upp, ef e-ð klikkaði þurfti að bakka lestinni etc. Fannst nokkur atriði standa upp úr í því samhengi; Atriðið þegar hann hendir spýtunni á aðra sem var á lestarteinunum, þegar flokkur Norðanmanna fór framhjá honum og hann tekur ekkert eftir þeim og svo að sjálfsögðu atriðið þar sem brúin sprakk og lestin fór ofan í ána.

Mæli hiklaust með að allir sjái hana!

Veðramót, myndin og leikjstjórinn í tímann.

Já emh hef bara alls ekki nennt að blogga upp á síðkastið, er ekki mikill blogg maður en ætla að vera duglegur í þessari viku (líka að styttast í próf).

En aftur að Veðramótum.

Myndin fjallar um par og vin þeirra sem taka að sér betrunarhæli út á landi. Staðurinn er bóndabær að nafni Veðramót. Í stuttu fer allt til fjandans.

Fannst myndin flott, vel gerð og fannst gamli tíminn koma flott út. Söguþráðurinn var fínn og hélt sínu striki bara nokkuð vel. Fannst þó tvennt pirra mig rosalega!

Nr.1. Stelpan þarna sem kom síðast, man ekki nafnið :P, reykti augljóslega ekki. Fór rosalega í taugarnar á mér hversu gervilegar reykingarnar hennar voru :/.

Nr.2. Af hverju í ósköpunum festu þau sleðan á bílinn og svo notaði ekkert þeirra hann? Ok, fyrir kannski utan þá ástæðu að þá væri erfiðara að gera atriðið þar sem ísinn brotnaði og bílinn fór niður.

Guðný, leikstjóri kom svo í tíma til okkar. Hefði átt að spyrja hana út í þetta með sleðann en jæja. Allavega fannst frekar mikill munur á henni og Gunnari leikstjóra Astrópíu. Gunnar fannst mér vera meira svona gera þetta að ástríðu, miklu spenntari yfir öllu, gæti líka bara hafa verið slæmur dagur hjá henni.

Ekki meira um þetta. NEXT!