Man ekki hvort þetta myndin sem við sáum næst en þetta kemur allt, í einhverri röð allaveganna.
The General.
Þetta er svarthvít ganabnynd sem fjallar um Suðurríkja-mann sem er hrifinn af stúlku en hún vill að hann skráir sig í herinn. En þar sem hann er einhverskonar verkfræðingur, man ekki alveg, fær hann ekki að skrá sig. Hann lendir svo í mörgum óhöppum þegar lestinni hans er rænt.
Fannst myndin alger snilld Hún var mjög vel leikin, aðaleikarinn, og tókst honum að skila sínu frábærlega án þess að ýkja viðbrögðin.
Nánast á hverri mínútu skeði e-ð fyndið sem hægt var að hlæja að. Þá er ég ekki að tala um svona hlátur þegar einhver rennur á banahýði heldur svona hlátur sem maður fær illt í magan af :).
Hlýtur samt að hafa verið mega mál að taka þessa mynd upp, ef e-ð klikkaði þurfti að bakka lestinni etc. Fannst nokkur atriði standa upp úr í því samhengi; Atriðið þegar hann hendir spýtunni á aðra sem var á lestarteinunum, þegar flokkur Norðanmanna fór framhjá honum og hann tekur ekkert eftir þeim og svo að sjálfsögðu atriðið þar sem brúin sprakk og lestin fór ofan í ána.
Mæli hiklaust með að allir sjái hana!