Wednesday, September 12, 2007

American Movie

Fannst þetta rosalega skrítin mynd. Hún er heimildarmynd fjallar um gaur, Mark sem hefur alla sína tíð dreymt um að gera stórmynd. Hann byrjar um 1990 að taka skipuleggja tökur á Northwestern en vegna skorts á pening ákveður hann að gera aðra ódýrari mynd, Coven. Vert er að taka fram að hann tekur þetta allt upp á myndavél sem er eldgömul, tekur upp í svarthvítu og frændi hans er aðal framleiðandinn.

Mark, Mike og gamli frændi Mark eru frábærar persónur og hefði ég ekki vitað að þessi mynd hefði verið heimildarmynd hefði ég varla trúað því að þetta væri alvöru. Þessir þrjár persónur eru þær ótrúlegustu sem ég hef séð á minni stuttu ævi.

Mæli með að fólk sjái þessa mynd því hún er mjög fyndin og skemmtileg.

No comments: