Monday, September 17, 2007

Stuttmyndadagar

Stuttmyndadagar voru í síðustu viku. Ég var með Andrési , Birki, Einari og Óskari í hóp. Við vorum e-ð búnir að pæla í hugmyndum dagana á undan en eiginlega ekkert kom upp út úr því, nema að þetta ætt að vera um búálf :). Ferlið í heild sinni gekk ágætlega, fengum myndavélina reyndar soldið seint en hefði skipt litlu máli því við tókum aldrei hvítt, vorum með á "auto" allan tímann :P og svo var OSI á og ég hreyfði myndavélina til hliðar :(, fattaði það ekki fyrr en eftir á. Skemmtilegt að segja frá því að Ásgeir úr 6.X var nemi í stofunni í byrjuninni en þegar hlaupið var framhjá Regnboganum var Einar kominn inn í staðin og svo þegar komið var í kjallarann var Birkir horfinn en ég fyllti í skarðið.

Myndirnar/trailerinn voru allar nokkuð góðar en mér fannst myndin sem Bóbó & co gerðu vera best :).

Er á leiðinni á veðramót eftir 2klst og blogga um hana rétt á eftir :)

Wednesday, September 12, 2007

American Movie

Fannst þetta rosalega skrítin mynd. Hún er heimildarmynd fjallar um gaur, Mark sem hefur alla sína tíð dreymt um að gera stórmynd. Hann byrjar um 1990 að taka skipuleggja tökur á Northwestern en vegna skorts á pening ákveður hann að gera aðra ódýrari mynd, Coven. Vert er að taka fram að hann tekur þetta allt upp á myndavél sem er eldgömul, tekur upp í svarthvítu og frændi hans er aðal framleiðandinn.

Mark, Mike og gamli frændi Mark eru frábærar persónur og hefði ég ekki vitað að þessi mynd hefði verið heimildarmynd hefði ég varla trúað því að þetta væri alvöru. Þessir þrjár persónur eru þær ótrúlegustu sem ég hef séð á minni stuttu ævi.

Mæli með að fólk sjái þessa mynd því hún er mjög fyndin og skemmtileg.

Tuesday, September 4, 2007

The Bridge

Ég fór á "The Bridge" um dagninn á vegum græna ljóssins, sem er algert shit að mínu mati því ég borgaði 100kr meira fyrir miðann, og myndin byrjaði c.a. 10 mín of seint vegna auglýinga sem eiga að vera færri og það var ekkert hlé. Mér er reyndar sama hvort það sé hlé eða ekki, finnst ágætt samt að hafa það, gefur manni tíma til að ræða um myndina í hléi.

Myndin er heimildarmynd sem fjallar um sjálfsmorð á Golden Gate brúnni, sem voru alls 24 árið 2004. Tek það fram að myndin er ekki leikin. Fannst rosalegt að sjá fólkið hoppa af brúnni og lenda í ánni, og hugsa um að þetta er persóna, sem á ættingja og vini, svipta sig lífi. Hef persónulega aldrei séð annað eins áður. Rætt er við fjölskyldur þeirra látnu og hugsanlega aðdraganda að sjálfsvígunum. Verð reyndar að viðurkenna að ég sofnaði yfir myndinni, var dauðþreyttur og myndin byrjaði 10:30, og var þetta í fyrsta skipti sem ég hef sofnað/dottað í bíói.

Pældi rosalega lítið í umgjörð myndarinnar svo get lítið sagt um það, annars ágætis mynd.