Monday, February 18, 2008

Oldboy

Vissi ekkert við hverju ég átti að búa þegar ég frétti að þetta væri mynd vikunnar fyrir nokkru. Hafði aldrei heyrt um hana áður og var með opin huga. Varð þó ekki fyrir vonbrigðum.

Myndin fjallar um mann sem er læstur inn í herbergi í nokkur ár án sýnilegrar ástæðu. [Smá spoiler; Þegar hann kemst svo loksins út hittir hann undurfagra mey á veitingarstað sem hún vinnur á. Þar líður yfir hann og hún fer með hann heim til sín og saman reyna þau að komast að því hver lokaði aðalhetjuna inni, sem ég man ekkert hvað heitir. Myndin er þó alveg semi-brútal á köflum t.a.m. þegar hann klippir tunguna út úr sér en þó án þess að vera einhver splatter fýlingur. Við sjáum það ekki (miklu einfaldara í framkvæmd) og jafnvel áhrifaríkara en að sýna það.

Hugmyndin var framkvæmd og allt til fyrirmyndar í töku, klippingu etc.

Allt í allt mjög sáttur með að hafa séð þessa mynd.