Tuesday, February 19, 2008

Rambo /inniheldur spoilera/

Var að koma af POWER-sýningu í Laugarásbíói og verð að segja, það á bara að sjá þessa mynd þannig.

Held að besta leiðin til að lýsa þessari mynd að það eru 3.47 (minnir mig) dráp á mínútu skv. grein í Fréttablaðinu en hér er e-ð sem ég googlaði.Þessi mynd er alger snilld og minnti mig svolítið á þegar ég spilaði CS(Counter-Strike) og COD(Call of Duty) í gamla daga. Þá er ég að tala um síðasta skotbardagann þegar allir eru skotnir Í KLESSU !!!! T.a.m þegar skólastrákurinn tekur 2 í einu skoti (klassísk snilld í CS) eða þegar hann HS(Headshottar) gaurinn á bátnum ÞVÍLÍKT BRJÁLÆÐISLEG TÖFF! Fleira sem minnti mig á CS/COD er þegar einhverjir góðir gæjar úr sérsveitinni hoppa bakvið vondu með AK-47 og gera bara eins og í CS, SPRAAAAAAY ! !!! Shit hvað það var mikil snilld, og bara allt þetta atriði. Þetta var líka svona ekta RAMBO atriði.

En að öðru. Handritið fannst mér frekar mikið crap en sprengingaranar, flottu drápin og bara hljóðið bætti það algerlega. Sum atriðin er þó virkilega of gróf og of raunveruleg, sbr. árásirnar á Karen ættbálkinn, það var bara allt choppið sýnt.

Eitt böggaði mig reyndar, þegar ráðist er á þorpið sem Sarah, Michael og fleiri frá kristna söfnuðinum þá kom e-ð hár eða einhver djöfullinn inn á myndina allt atriðið, fór mjög svo í taugarnar á mér :/. Svo eftir hlé þá held ég að það sé Laugarásbíói að kenna en er ekki viss, lækkaði tónlistin um smá kafla án sýnilegrar ástæðu.

Á heildina litið er þetta góð mynd af maður mikið fyrir sprengingar og bara svona sjúkt mikið af drápum.

P.s.

Langar til að sjá Norris VS Rambo (svipað til Freddy vs Jason) þótt það yrði bara kjánalegt.

P.p.s?

Farið á myndina með POWER hljóði.

3 comments:

Siggi Palli said...

Varðandi tæknivandann (hárið og tónlistina): Í 99,9% tilvika er svona lagað kærulausum eða fáfróðum sýningarmanni að kenna. Síðan kemur líka inn í að yfirleitt ertu með 1 sýningarmann að sýna 3-5 myndir í einu, þ.a. hann tekur kannski ekki eftir að það sé nokkuð að fyrr en seint og um síðir.

Stigagjöf: 3 stig

Siggi Palli said...

Stig endurskoðuð.
5 stig.

Siggi Palli said...

Þú ert kominn með 20 stig.

Það væri auðveldara að gefa þér fleiri stig ef þú skelltir inn einni og einni mynd...