Wednesday, April 16, 2008

Lord of the Rings: Trilogy

Lord of the Rings (LotR)

Í þessari færslu um LotR ætla ég ekki að fara mikið í söguþráðinn heldur frekar að spjalla aðeins um hversu mikið afrek þessi mynd er og mína upplifun á einstaka senum.

LotR Fellowship of the Ring (FotR)

Þegar ég sá þessa mynd fyrst hafði ég ekki hugmynd um hvað LotR var. Ég lifði mig gjörsamlega inn í hana, án efa flottasta mynd sem ég hafði séð fram að þessu (enda mest bara American Pie dæmi, flest toppar það, eiginlega bara allt, ). Fljótlega heyrði ég næstu tvær myndir ættu að vera margfalt betri, en ég trúði því ekki þá. Það álit breyttist svo eftir að ég sá hinar.

Skoðum nokkrar staðsetningar í FotR og uppbyggingu þeirra.

Hobbitatún.

Uppsetning Hobbitatúns tók um eitt ár. Gróður og fleira var látin vaxa í eitt ár til að fá sem raunverulegasta blæ, t.d. að girðingar væru umvafnar grasi osfrv. Þetta eitt og sér er í rauninni alveg fáránlegt, eitt ár bara í að rækta gras..

Baggabotn.

Hér þurftu leikmyndasmiðirnir að byggja tvær stærðir. Venjulega stærðin var fyrir Bilbo til að vera í. Hin stærðin var fyrir Gandalft en þar sem hann þurfti að virka stærri en Bilbo var „hans“ hús haft minna, skalað niður. Þá á ég ekki bara við um húsið. Hver einast bolli, hvert einasta pappírsnifsi og bara allt var búið til í tveimur stærðum, örugglega rykið líka!

Það að skjóta atriði með Gandalfi í smærri byggingunni og Bilbo í hinni er einföld en góð lausn á þeim vanda sem hæðarmunur milli þeirra skapar. Nokkuð flóknara er þó þegar báðir aðilar eru að tala saman. Áður en LotR kom út var einfaldlega látið minni persónuna vera fyrir aftan hina, þvingað sjónarhorn, eða bara notaður bluescreen. Gott dæmi um þetta er þegar Fróði og Gandálfur sitja í kerru á leiðinni til Hobbitatúns, Fróði er fyrir aftan Gandálf. Peter vildi hinsvegar ná þessu sama með myndavél á hreyfingu. Það var í fyrsta skipti, allavega skv. LotR mönnum, sem þetta var gert. Svona fóru þeir að því.

Eftir ítarlega leit fann ég ekkert :(

Áðan talaði ég um að hver einasti hlutur í Baggabotni hefði verið gerður í tveimur hlutum. Það var hljómar mikið vesen en bliknar í samanburði við það að allir hlutir, allir, voru hannaðir frá grunni og svo gerðir af WETA workshop. Þá á ég við að teikna þurfti útlit, ákveða lögun þeirra eftir því hvaða kynþáttur notaði hlutinn o.s.frv. Það sem mér fannst standa upp úr þegar ég sá þetta í aukaefninu á DVD disknum var að tveir gaurar sátu í 3 ár og handhnýttu hverja einustu chain-mail brynju sem notuð var og það sem meira er að þeim fannst þetta vera það skemmtilegasta sem þeir höfðu gert, wtf?

Klipping myndarinnar var ekkert rosalega flókin. Eina flókna er bara gífurlegt magn efnis en frásögn sögunnar er nokkuð línuleg, persónurnar eru allar á sama stað og því þarf enga víxlklippingu milli söguþráða.

Handritinu var að sjálfsögðu breytt daglega. John Rhys-Davies sagði að eftir tökur hefði hann verið með nokkra skjalakassa fulla af endurskrifuðum senum, sumar þeirra voru meira segja enn í óopnuðum umslögum.

Fyrir þá sem ekki vita lék Peter Jackson fullan mann haldandi á gulrót í Brý.


LotR: The Two Towers (TTT)

Það fyrsta sem mér dettur í hug varðandi leikmynd í TTT er Edóras. Eftir að hafa séð fyrstu myndina og allar tölvubrellurnar datt mér ekki annað í hug en að víðskotin af Edóras væru tölvuteiknuð. Seinna þegar ég sá svo aukaefnið á DVD disknum komst ég þó að því að það var ekki raunin. Þeir byggðu bara bæinn eins og ekkert væri, alveg nett crazy þessir LotR gaurar, byggja bara allt og rækta í ár fyrir þessar myndir, engin smá vinna að halda utan um þetta allt. Allavega hérna er mynd fyrir uppsetingu:

Eftir byggingu:

Snilld? Jebb.

Hjálmsdýpi.

Án efa mjög flott sena. Hana tók ekki nema um 30 daga að taka og megnið tekið um nótt og í bleytu. Það þarf vart að taka það fram að að þetta hefur verið þvílíkt álag á alla, jafnt leikara sem kvikmyndagerðamenn. Áhættuleikararnir sem tóku þátt í HD bjuggu til boli eftir á sem á stóð “I survived helm´s deep”, hægt er að kaupa þannig á ebay, fyrir áhugasama:

Eftirminnilegast úr TTT aukaefninu var þegar PJ (Peter Jackson) tala um eitt skot sem var í HD. Þetta skot hafði hann tekið sem prufu og í skotinu sást allt HD framan á en það einhver gaur að vinna í módelinu. Það sem PJ gerði var að hann rétti Special effect gaurunum skotið og spurðir, hey geturu ekki tekið gaurinn í burtu svo ég sjái þetta almennilega. Já heyrðu okey settu nokkra Uruk-Hai þarna líka, það væri töff, það væri líka snilld ef þú gætir látið uruk-hai gaurana setja upp stigana.... Hálf vorkenni greyinu sem gerði þetta. Skotið má sjá á 5:03, kannski á fleiri stöðum;

http://www.youtube.com/watch?v=KHUa_jEl9ms&feature=related

Hljóð.

Þegar við sjáum Uruk-Hai her Sarúmans má heyra þá öskra e-ð í kór, man ekki alveg hvað. Þetta var nokkuð flott, maður fann alveg fyrir mannfjöldanum í hljóðinu. Auðveldasta leiðin til að fá þann hljóm er að taka upp öskur í nokkrum, 10-20 manns, og bara copy/paste-a. LotR liðið fór aðra leið. Þeir fóru einfaldlega á rugby(held ég) keppni og báðu áhorfendu, í hléi, að segja í kór einhvern texta sem varpað var upp á skjá. Þetta voru um 5-10 þúsund manns og svínvirkaði enda mjög góð dýpt í hljóðinu.

Klipping.

Klippingin í þessari mynd var töluvert flóknari. Hér þurfti að setja saman 3 söguþætti, Fróða og Sóma, Aragorn & co og svo Kát og Pippin. Þetta tókst mjög vel upp.

PJ leikur mann kasta spjóti í HD.

LotR: The Return of the King

Flottasta sena sem ég hef á ævinni séð er þegar jóherrarnir koma að Mínas Tírith og öskra DEATH á leiðinni í orustu. Þetta er einnig eina senan sem hefur látið mig fá gæsahúð, ekki bara í fyrsta skiptið sem ég sá hana heldur líka í öll hin. Frábær tónlist, góð klipping og bara allt alger snilld! Hér er senan.

http://www.youtube.com/watch?v=98MtWe2nCS4&feature=related

Foyle.

Held að þetta flokkist undir foyle er samt ekki alveg viss. Hef ekki talað um þetta í hinum myndunum en finnst vert að minnast á eitt í þessari þótt allt sem þessir menn gerðu sé frábært.

Í orrustunni um Mínas Tírith skutu Gondormenn steinum sem lentu svo á jörðinni þá voru gaurarnir ekki alveg vissir hvernig þeir ættu að búa til hljóðið. PJ spurði þá hvort þeir hefðu einhverntímann heyrt eins tonna grjót lenda í jörðinni, allir neituðu. Þá sagði PJ þeim að gera það. Foyle mennirnir leigðu því krana, plöntuðu 10-15 micum í mismunandi fjarlægð og meira segja grófu nokkra fyrir niður í jörðina. Ástæða fyrir fjölda mica var að enginn vissi eiginlega hvernig hljóðið yrði og þau vildu vera viss um að ná rétta hljóðinu. Þau slepptu grjótinu nokkrum sinnum og prufuðu meira segja að setja allskonar drasl undir.

Ég minntist á atriði í HD þegar PJ hafði tekið prufuskot og notað það svo í myndinni. Í RotK eru tvö slík skot.

Fyrra skotið er þegar Legolas er á Olliphantinum (ritvilla?) sjáum við close-up af manni hoppa niður á hann.. Þegar PJ og klipparinn voru að klippa þetta atriði uppgötvuðuþeir að þeim vantaði skot af vonda kallinum hoppa að Legolasi. Þeir voru komnir í dálitla klemmu því tökum var lokið og einnig pikkups. Þeirra lausn var að taka kústaskaft og láta klipparann hoppa út úr húsinu sínu haldandi á því. Síðan sendu þeir tölvudeildinni efnið til viðmiðunar og þetta atriði er því 100% tölvugert, frekar brjálað, eins og flest annað í þessum myndum.

Síðara skotið er þegar Fróði er að segja Gollum að það þurfi að eyða hringnum. Þá vantaði skot af viðbrögðum Gollums. PJ var svo heppinn að Andy Serkis kom í heimsókn til þeirra bara til að sjá hvernig gengi. Þá báðu þeir hann um að leika atriðið og voru svipbrigði hans notuð til viðmiðunar á tölvuteikningu. Andy sagði sjálfur að þetta væri týpískt fyrir LotR.


Ekki það skot.


Klipping.

Hér er um að ræða all flókna klippingu milli 5 sviða, Fróði, Sómi og Smjagall, Aragorn og Arvin, Aragorn, Gimli, Legolas og Kátur + Róhan liðið, Gandalfur og Pípinn + Gondor og held að fimmta hafi verið hringurinn sjálfur, man það samt ekki alveg. Tókst mjög vel upp.

Fannst virkilega flott hvernig þeir klipptu senuna þar sem hringurinn eyðist. Þá lengdu þeir tímann sem tók hringinn að síga niður í hraunleðjuna með því að klippa t.d. á Fróða hangandi á sillunni, klippt á Aragorn & co fyrir utan hliðið. Man hvað mér fannst rosalega pirrandi að eftir alla þessa hættuför Fróða og Sóma. að sjá hringinn bara fljóta á helvítis hrauninu. Frábær klipping þar á ferð.

PJ leikur sjóræningja í þessri mynd.

Svona að lokum, ég rakst á þessa mynd þegar ég youtubaði Lord of the Rings. Hvernig LotR hefði átt að enda :

http://www.youtube.com/watch?v=1yqVD0swvWU


1 comment:

Siggi Palli said...

Mögnuð færsla. 10 stig. Þá endarðu með 36 stig.