Tuesday, September 4, 2007

The Bridge

Ég fór á "The Bridge" um dagninn á vegum græna ljóssins, sem er algert shit að mínu mati því ég borgaði 100kr meira fyrir miðann, og myndin byrjaði c.a. 10 mín of seint vegna auglýinga sem eiga að vera færri og það var ekkert hlé. Mér er reyndar sama hvort það sé hlé eða ekki, finnst ágætt samt að hafa það, gefur manni tíma til að ræða um myndina í hléi.

Myndin er heimildarmynd sem fjallar um sjálfsmorð á Golden Gate brúnni, sem voru alls 24 árið 2004. Tek það fram að myndin er ekki leikin. Fannst rosalegt að sjá fólkið hoppa af brúnni og lenda í ánni, og hugsa um að þetta er persóna, sem á ættingja og vini, svipta sig lífi. Hef persónulega aldrei séð annað eins áður. Rætt er við fjölskyldur þeirra látnu og hugsanlega aðdraganda að sjálfsvígunum. Verð reyndar að viðurkenna að ég sofnaði yfir myndinni, var dauðþreyttur og myndin byrjaði 10:30, og var þetta í fyrsta skipti sem ég hef sofnað/dottað í bíói.

Pældi rosalega lítið í umgjörð myndarinnar svo get lítið sagt um það, annars ágætis mynd.

1 comment:

Siggi Palli said...

Þetta er einmitt ein af fáum myndum á bíódögum sem mig langaði til þess að sjá (af þeim sem ég var ekki búinn að sjá). Ég fór reyndar ekki á hana, en mér finnst þetta áhugaverð pæling. Ekki bara það að þeir beindu myndavél á brúna í heilt ár, og náðu nokkrum sjálfsvígum á mynd, heldur hvernig þeir vinna úr efninu og velta fyrir sér hvað liggur að baki sjálfsvígunum.
Eða þannig skilst mér að myndin sé.