Monday, January 28, 2008

Death at a Funeral

Sprenghlægileg gamanmynd um mann sem vill kveðja föður sinn á virðingarverðann hátt. Það virðist þó ætla að verða argasta vesen því ekki byrjar þetta vel. Fyrst er komið með vitlausan mann, maður frænku hans tekur óvart inn sýru sem endar með ósköpum. Mér fannst sá sem leikur hann takast það vel. Síðan kemur hver vitleysan á fætur annarri.

Ég hafði séð trailerinn og var ekki alveg viss um hvort þetta væri e-ð góð mynd, en eftir hana var ég ekki í efa. Í trailernum er þó vinnu höfunanda eyðilögð. Það er byggt upp spenna um hver litli maðurinn, sem enginn þekkir er. Þetta hefði verið næstum því snilld ef maður vissi ekkert hver það væri en af því að ég sá trailerinn (spoiler ef þú hefur ekki séð hann) þá vissi ég að hefði verið framhjáld pabbans. Varð frekar pirraður yfir þessu.

Allavega fannst mér myndin mjög góð afþreying og hún kemur manni í gott skap.

Monday, January 21, 2008

Hold up down

Fyrsta myndin sem við horfðum á eftir áramót var Hold up down, japönsk, allavega asísk gamanmynd. Hún byrjaði mjög vel og stutt í gamanið.

Besta leiðin til að lýsa framhaldinu er að skoða fjármálamarkaðinn. Þetta fer svona upp og niður (ekki ósviðað myndunum hans McKee) að hótelsenunni. Eftir hana hríðfellur gengið alveg niður í fáranlega mikinn mínusl. Hvað leikstjórinn var að pæla hef ég ekki hugmynd um en þessi er eitt mesta rugl sem ég hef á ævinni séð :|. Ok hún átti 1-2 fyndin augnablik í orðsins fylltu merkingu en í alvöru shiiiit. Pældi aðeins í þessu og held að höfundurinn sé hreinlega bara að grín að svona bardagasenum eða e-ð í þá áttina.

Þessi mynd er frábær ef þessi hótelsena væri klippt út. Það var svona 8 1/2 fílingur að horfa á þessa senu, maður gat ekki beðið að hún kláraðist :).

Sunday, January 20, 2008

V for Vendetta

Sá þessa mynd í annað skiptið um daginn og ákvað að skrifa um það.

Fannst rosalega skrítið að túlka grímuna eftir því hvernig "V" leið t.d. ef hann var sorgmæddur varð gríman einhvern veginn sorgmædd á svipinn (samt sama gríman), sem er virkilega cool :). Það er skapað ákveðið andrúmsoft (með lýsingu, tónlist ofl.) og þá sér maður mismunandi grímu. Alger snilld.

Myndin finnst mér rosalega flott, sérstaklega atriðið nálægt lokum þegar hann tekur fáranlega margar kúlur í sig en endar svo á því að drepa alla áður en þeir ná að hlaða aftur, mjög flottur effect á hnífunum hans!

Leikurinn fannst mér bara lala, Hugo skilaði sínu vel, hlýtur að vera erfitt að leika einhvern án þess að nota andlitið og Portman stóð sig bara þokkalega. Aðrir stóðu sig einnig með prýði.

Fannst líka svolítið scary að hugsa um að þjóðfélagið sem við búum í gæti endað einhvernveginn svona þ.e. stjórnvöld alltaf að fylgjast með okkur og setja á okkur haftir til að auka öryggi okkar. (á þá við hér það er verið að setja myndavélar út úm alla bæ, stytta lokunartíma á skemmtistöðujn etc, efa þó að þetta endi eins og í myndinni þar sem þetta hefur gengið út í öfgar :))

Wednesday, January 9, 2008

Pulp Fiction

Fékk þessa mynd í jólagjöf en hafði aldrei séð hana fyrr en ég horfði á hana milli jóla og nýars, ótrúlegt en satt.

Shiiiit ég ætlaði ekki að trúa því hversu miklu ég hef misst af.

Persónurnar í þessari mynd eru alger snilld, allt frá því að vera OFUR-svalar í það að vera léttgeggjað lið og svo samblanda af þessu tvennu. Klippingin er rosalega svipuð Reservoir Dogs (sami klippari að vísu :P) að því leytinu til að við fáum einhverjar aðstæður (Gaurarnir í bílnum í RD og parið í PF) en svo skýrist allt smá saman.

Mig langar rosalega til að fá að vita hvað var í töskunni sem Jules og Vincent voru að ná í. Einn vinur minn sagði mér að hann hefði lesið einhverstaðar að það væri sál og þess vegna hefðu þeir ekki dáið þegar skotið var á þá úr mjög stuttu færi. Hef þó ekki glóru en það væri gaman ef einhver vissi meira um þetta og gæti látið mann vita.

Hef sjaldan sprungið eins mikið úr hlátri þegar Travolta skaut óvart Marvin og bílinn fylltist af blóði. Þeir Vincent of Jules voru þó pollrólegir eins Travolta hefði bara hellt niður slettu af coke-i.

Sé eftir að hafa ekki séð þessa mynd fyrr.

American Gangster

Fór á þessa mynd milli jóla og nýárs með talsverðar væntingar þar sem ég hafði heyrt almennt góða hluti um hana. Í stuttu máli varð ég ekki fyrir vonbrigðum.

Myndin fjallar um Frank Lucas (Denzel Washington) og hvernig hann byggir upp veldi sitt. Hann lendir þó í heiðalegri löggu Richie Roberts (Russel Crowe) sem var víst fátítt á þessum tíma.
Mér fannst gaman að sitja í salnum og pæla í hvernig í andskotanum hann ætlaði að koma öllu þessu hreina heroíini til Bandaríkjanna, frá Thailandi (minnir mig:P). Ég giskaði ekki á rétt en leiðin sem hann valdi var hrein snilld og lýsir setning sem hann sagði u.þ.b svona :

Random gaur : "..sir they want 100.000$"

Frank : "Give them 100.000$ more" (c.a. man ekki alveg :))

Alger snilld að múta bara helvíti nógu miklu svo fólk geri það sem maður biður það um :). Í lok myndarinnar var svo sagt hvað þessir menn væru að gera í dag (eða e-ð svoleiðis) og ég mér krossbrá, hafði ekki einu sinni grunað að þetta væri byggt á raunverulegum atburðum! Þessi Frakn Lucas gaur er bara fáránlega snjall og úrræða góður þótt ég myndi að vísu ekki ráða hann í vinnu til mín :P, af augljósum ástæðum.

Fannst myndin líta vel út og söguþráðurinn hélt sínu striki út myndina. Myndin er must see fyrir alla sem finnst gaman af spennumyndum :)