Sá þessa mynd í annað skiptið um daginn og ákvað að skrifa um það.
Fannst rosalega skrítið að túlka grímuna eftir því hvernig "V" leið t.d. ef hann var sorgmæddur varð gríman einhvern veginn sorgmædd á svipinn (samt sama gríman), sem er virkilega cool :). Það er skapað ákveðið andrúmsoft (með lýsingu, tónlist ofl.) og þá sér maður mismunandi grímu. Alger snilld.
Myndin finnst mér rosalega flott, sérstaklega atriðið nálægt lokum þegar hann tekur fáranlega margar kúlur í sig en endar svo á því að drepa alla áður en þeir ná að hlaða aftur, mjög flottur effect á hnífunum hans!
Leikurinn fannst mér bara lala, Hugo skilaði sínu vel, hlýtur að vera erfitt að leika einhvern án þess að nota andlitið og Portman stóð sig bara þokkalega. Aðrir stóðu sig einnig með prýði.
Fannst líka svolítið scary að hugsa um að þjóðfélagið sem við búum í gæti endað einhvernveginn svona þ.e. stjórnvöld alltaf að fylgjast með okkur og setja á okkur haftir til að auka öryggi okkar. (á þá við hér það er verið að setja myndavélar út úm alla bæ, stytta lokunartíma á skemmtistöðujn etc, efa þó að þetta endi eins og í myndinni þar sem þetta hefur gengið út í öfgar :))
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
3 stig.
Post a Comment