Monday, January 21, 2008

Hold up down

Fyrsta myndin sem við horfðum á eftir áramót var Hold up down, japönsk, allavega asísk gamanmynd. Hún byrjaði mjög vel og stutt í gamanið.

Besta leiðin til að lýsa framhaldinu er að skoða fjármálamarkaðinn. Þetta fer svona upp og niður (ekki ósviðað myndunum hans McKee) að hótelsenunni. Eftir hana hríðfellur gengið alveg niður í fáranlega mikinn mínusl. Hvað leikstjórinn var að pæla hef ég ekki hugmynd um en þessi er eitt mesta rugl sem ég hef á ævinni séð :|. Ok hún átti 1-2 fyndin augnablik í orðsins fylltu merkingu en í alvöru shiiiit. Pældi aðeins í þessu og held að höfundurinn sé hreinlega bara að grín að svona bardagasenum eða e-ð í þá áttina.

Þessi mynd er frábær ef þessi hótelsena væri klippt út. Það var svona 8 1/2 fílingur að horfa á þessa senu, maður gat ekki beðið að hún kláraðist :).