Wednesday, April 9, 2008

Brúðguminn

Á síðustu 7 mánuðum hafa 3 íslenskar myndir komið út, Astrópía í ágúst, Veðramót í september og svo Brúðguminn í janúar. Við þetta má svo bæta ný útkominni mynd Ólafs Stóra planið. Gaman að sjá svona margar og ólíkar myndir koma út í bíó. Undirstrika bíó því að sjálfsögðu eru fullt af öðrum myndum s.s. stuttmyndum sem fara ekki í kvikmyndahús. En nóg um það.

Brúðgumin fjallar um Jón sem var kennari við Háskóla Íslands en flutti ásamt geðveikri konu sinni, Önnu, til flateyjar. Þar hyggst hann ásamt Berki (rétt stafsett?) koma upp án efa fáránlegasta golfvelli sem ég hef séð. Sjálfur spila ég golf og myndi aldrei detta í hug að fara á þennan völl og ber fyrst að nefna að þurfa að róa út í helvítis sker, og það á hálf lekum bát, ekki séns að einhver með viti myndi sóa orku í það. Anna fremur svo sjálfsmorð eftir að Jón hélt framhjá með Þóru, dóttur landeigenda í Flatey. Samband Þóru og Jóns þróast svo.

Myndin fannst mér vel gerð í flesta staði, sá enga augljósa galla (klippi/tónlist etc). Hef frekar lítið að segja um endurlitin í myndinni, en þau sýna helst hvernig persónan Jón er í raun og veru og segja okkur hvað varð um Önnu.

Spoiler

Þóra finnst mér vera heimsk ástfangin stelpa. Mamma hennar og pabbi, þó aðalega mamma, voru mjög svo á móti því að hún giftist Jóni, en hverjum er ekki sama hvað foreldrunum finnst? En ef maðurinn/konan sem þú ert að fara að giftast segir þér að þetta muni ekki ganga þá ættiru að endurskoða ákvörðun þína. Fannst þess vegna gott á Þóru í lok myndar þegar Jón vildi ekki fara með henni út.

Spoiler

Besta atriðið í myndinni fannst mér þegar Jón, Lárus, Börkur, Sjonni og Matthildur stálu syngi og skemmtu sér með dýrindis veitingum og píanói.

Spoiler

Versta atriðið fannst mér þegar Jón reyndi að róa árabátnum í burtu eftir að hafa hætt við brúðkaupið og svo enduðu þau á því að giftast í sjónum, fannst það frekar kjánalegt.


Fannst snilld þegar þetta gerðist, lýsir persónu Jóns ágætlega.


Flott skot.


Myndin fannst mér bara fín á heildina litið en þó ekkert must see.

1 comment:

Siggi Palli said...

Flott færsla. 6 stig.

Besta og versta færslan eru líklegast mínar tvær uppáhalds í myndinni, en mér finnst raunar næturveislan langbest.