Wednesday, April 16, 2008

Lord of the Rings: Trilogy

Lord of the Rings (LotR)

Í þessari færslu um LotR ætla ég ekki að fara mikið í söguþráðinn heldur frekar að spjalla aðeins um hversu mikið afrek þessi mynd er og mína upplifun á einstaka senum.

LotR Fellowship of the Ring (FotR)

Þegar ég sá þessa mynd fyrst hafði ég ekki hugmynd um hvað LotR var. Ég lifði mig gjörsamlega inn í hana, án efa flottasta mynd sem ég hafði séð fram að þessu (enda mest bara American Pie dæmi, flest toppar það, eiginlega bara allt, ). Fljótlega heyrði ég næstu tvær myndir ættu að vera margfalt betri, en ég trúði því ekki þá. Það álit breyttist svo eftir að ég sá hinar.

Skoðum nokkrar staðsetningar í FotR og uppbyggingu þeirra.

Hobbitatún.

Uppsetning Hobbitatúns tók um eitt ár. Gróður og fleira var látin vaxa í eitt ár til að fá sem raunverulegasta blæ, t.d. að girðingar væru umvafnar grasi osfrv. Þetta eitt og sér er í rauninni alveg fáránlegt, eitt ár bara í að rækta gras..

Baggabotn.

Hér þurftu leikmyndasmiðirnir að byggja tvær stærðir. Venjulega stærðin var fyrir Bilbo til að vera í. Hin stærðin var fyrir Gandalft en þar sem hann þurfti að virka stærri en Bilbo var „hans“ hús haft minna, skalað niður. Þá á ég ekki bara við um húsið. Hver einast bolli, hvert einasta pappírsnifsi og bara allt var búið til í tveimur stærðum, örugglega rykið líka!

Það að skjóta atriði með Gandalfi í smærri byggingunni og Bilbo í hinni er einföld en góð lausn á þeim vanda sem hæðarmunur milli þeirra skapar. Nokkuð flóknara er þó þegar báðir aðilar eru að tala saman. Áður en LotR kom út var einfaldlega látið minni persónuna vera fyrir aftan hina, þvingað sjónarhorn, eða bara notaður bluescreen. Gott dæmi um þetta er þegar Fróði og Gandálfur sitja í kerru á leiðinni til Hobbitatúns, Fróði er fyrir aftan Gandálf. Peter vildi hinsvegar ná þessu sama með myndavél á hreyfingu. Það var í fyrsta skipti, allavega skv. LotR mönnum, sem þetta var gert. Svona fóru þeir að því.

Eftir ítarlega leit fann ég ekkert :(

Áðan talaði ég um að hver einasti hlutur í Baggabotni hefði verið gerður í tveimur hlutum. Það var hljómar mikið vesen en bliknar í samanburði við það að allir hlutir, allir, voru hannaðir frá grunni og svo gerðir af WETA workshop. Þá á ég við að teikna þurfti útlit, ákveða lögun þeirra eftir því hvaða kynþáttur notaði hlutinn o.s.frv. Það sem mér fannst standa upp úr þegar ég sá þetta í aukaefninu á DVD disknum var að tveir gaurar sátu í 3 ár og handhnýttu hverja einustu chain-mail brynju sem notuð var og það sem meira er að þeim fannst þetta vera það skemmtilegasta sem þeir höfðu gert, wtf?

Klipping myndarinnar var ekkert rosalega flókin. Eina flókna er bara gífurlegt magn efnis en frásögn sögunnar er nokkuð línuleg, persónurnar eru allar á sama stað og því þarf enga víxlklippingu milli söguþráða.

Handritinu var að sjálfsögðu breytt daglega. John Rhys-Davies sagði að eftir tökur hefði hann verið með nokkra skjalakassa fulla af endurskrifuðum senum, sumar þeirra voru meira segja enn í óopnuðum umslögum.

Fyrir þá sem ekki vita lék Peter Jackson fullan mann haldandi á gulrót í Brý.


LotR: The Two Towers (TTT)

Það fyrsta sem mér dettur í hug varðandi leikmynd í TTT er Edóras. Eftir að hafa séð fyrstu myndina og allar tölvubrellurnar datt mér ekki annað í hug en að víðskotin af Edóras væru tölvuteiknuð. Seinna þegar ég sá svo aukaefnið á DVD disknum komst ég þó að því að það var ekki raunin. Þeir byggðu bara bæinn eins og ekkert væri, alveg nett crazy þessir LotR gaurar, byggja bara allt og rækta í ár fyrir þessar myndir, engin smá vinna að halda utan um þetta allt. Allavega hérna er mynd fyrir uppsetingu:

Eftir byggingu:

Snilld? Jebb.

Hjálmsdýpi.

Án efa mjög flott sena. Hana tók ekki nema um 30 daga að taka og megnið tekið um nótt og í bleytu. Það þarf vart að taka það fram að að þetta hefur verið þvílíkt álag á alla, jafnt leikara sem kvikmyndagerðamenn. Áhættuleikararnir sem tóku þátt í HD bjuggu til boli eftir á sem á stóð “I survived helm´s deep”, hægt er að kaupa þannig á ebay, fyrir áhugasama:

Eftirminnilegast úr TTT aukaefninu var þegar PJ (Peter Jackson) tala um eitt skot sem var í HD. Þetta skot hafði hann tekið sem prufu og í skotinu sást allt HD framan á en það einhver gaur að vinna í módelinu. Það sem PJ gerði var að hann rétti Special effect gaurunum skotið og spurðir, hey geturu ekki tekið gaurinn í burtu svo ég sjái þetta almennilega. Já heyrðu okey settu nokkra Uruk-Hai þarna líka, það væri töff, það væri líka snilld ef þú gætir látið uruk-hai gaurana setja upp stigana.... Hálf vorkenni greyinu sem gerði þetta. Skotið má sjá á 5:03, kannski á fleiri stöðum;

http://www.youtube.com/watch?v=KHUa_jEl9ms&feature=related

Hljóð.

Þegar við sjáum Uruk-Hai her Sarúmans má heyra þá öskra e-ð í kór, man ekki alveg hvað. Þetta var nokkuð flott, maður fann alveg fyrir mannfjöldanum í hljóðinu. Auðveldasta leiðin til að fá þann hljóm er að taka upp öskur í nokkrum, 10-20 manns, og bara copy/paste-a. LotR liðið fór aðra leið. Þeir fóru einfaldlega á rugby(held ég) keppni og báðu áhorfendu, í hléi, að segja í kór einhvern texta sem varpað var upp á skjá. Þetta voru um 5-10 þúsund manns og svínvirkaði enda mjög góð dýpt í hljóðinu.

Klipping.

Klippingin í þessari mynd var töluvert flóknari. Hér þurfti að setja saman 3 söguþætti, Fróða og Sóma, Aragorn & co og svo Kát og Pippin. Þetta tókst mjög vel upp.

PJ leikur mann kasta spjóti í HD.

LotR: The Return of the King

Flottasta sena sem ég hef á ævinni séð er þegar jóherrarnir koma að Mínas Tírith og öskra DEATH á leiðinni í orustu. Þetta er einnig eina senan sem hefur látið mig fá gæsahúð, ekki bara í fyrsta skiptið sem ég sá hana heldur líka í öll hin. Frábær tónlist, góð klipping og bara allt alger snilld! Hér er senan.

http://www.youtube.com/watch?v=98MtWe2nCS4&feature=related

Foyle.

Held að þetta flokkist undir foyle er samt ekki alveg viss. Hef ekki talað um þetta í hinum myndunum en finnst vert að minnast á eitt í þessari þótt allt sem þessir menn gerðu sé frábært.

Í orrustunni um Mínas Tírith skutu Gondormenn steinum sem lentu svo á jörðinni þá voru gaurarnir ekki alveg vissir hvernig þeir ættu að búa til hljóðið. PJ spurði þá hvort þeir hefðu einhverntímann heyrt eins tonna grjót lenda í jörðinni, allir neituðu. Þá sagði PJ þeim að gera það. Foyle mennirnir leigðu því krana, plöntuðu 10-15 micum í mismunandi fjarlægð og meira segja grófu nokkra fyrir niður í jörðina. Ástæða fyrir fjölda mica var að enginn vissi eiginlega hvernig hljóðið yrði og þau vildu vera viss um að ná rétta hljóðinu. Þau slepptu grjótinu nokkrum sinnum og prufuðu meira segja að setja allskonar drasl undir.

Ég minntist á atriði í HD þegar PJ hafði tekið prufuskot og notað það svo í myndinni. Í RotK eru tvö slík skot.

Fyrra skotið er þegar Legolas er á Olliphantinum (ritvilla?) sjáum við close-up af manni hoppa niður á hann.. Þegar PJ og klipparinn voru að klippa þetta atriði uppgötvuðuþeir að þeim vantaði skot af vonda kallinum hoppa að Legolasi. Þeir voru komnir í dálitla klemmu því tökum var lokið og einnig pikkups. Þeirra lausn var að taka kústaskaft og láta klipparann hoppa út úr húsinu sínu haldandi á því. Síðan sendu þeir tölvudeildinni efnið til viðmiðunar og þetta atriði er því 100% tölvugert, frekar brjálað, eins og flest annað í þessum myndum.

Síðara skotið er þegar Fróði er að segja Gollum að það þurfi að eyða hringnum. Þá vantaði skot af viðbrögðum Gollums. PJ var svo heppinn að Andy Serkis kom í heimsókn til þeirra bara til að sjá hvernig gengi. Þá báðu þeir hann um að leika atriðið og voru svipbrigði hans notuð til viðmiðunar á tölvuteikningu. Andy sagði sjálfur að þetta væri týpískt fyrir LotR.


Ekki það skot.


Klipping.

Hér er um að ræða all flókna klippingu milli 5 sviða, Fróði, Sómi og Smjagall, Aragorn og Arvin, Aragorn, Gimli, Legolas og Kátur + Róhan liðið, Gandalfur og Pípinn + Gondor og held að fimmta hafi verið hringurinn sjálfur, man það samt ekki alveg. Tókst mjög vel upp.

Fannst virkilega flott hvernig þeir klipptu senuna þar sem hringurinn eyðist. Þá lengdu þeir tímann sem tók hringinn að síga niður í hraunleðjuna með því að klippa t.d. á Fróða hangandi á sillunni, klippt á Aragorn & co fyrir utan hliðið. Man hvað mér fannst rosalega pirrandi að eftir alla þessa hættuför Fróða og Sóma. að sjá hringinn bara fljóta á helvítis hrauninu. Frábær klipping þar á ferð.

PJ leikur sjóræningja í þessri mynd.

Svona að lokum, ég rakst á þessa mynd þegar ég youtubaði Lord of the Rings. Hvernig LotR hefði átt að enda :

http://www.youtube.com/watch?v=1yqVD0swvWU


Wednesday, April 9, 2008

Brúðguminn

Á síðustu 7 mánuðum hafa 3 íslenskar myndir komið út, Astrópía í ágúst, Veðramót í september og svo Brúðguminn í janúar. Við þetta má svo bæta ný útkominni mynd Ólafs Stóra planið. Gaman að sjá svona margar og ólíkar myndir koma út í bíó. Undirstrika bíó því að sjálfsögðu eru fullt af öðrum myndum s.s. stuttmyndum sem fara ekki í kvikmyndahús. En nóg um það.

Brúðgumin fjallar um Jón sem var kennari við Háskóla Íslands en flutti ásamt geðveikri konu sinni, Önnu, til flateyjar. Þar hyggst hann ásamt Berki (rétt stafsett?) koma upp án efa fáránlegasta golfvelli sem ég hef séð. Sjálfur spila ég golf og myndi aldrei detta í hug að fara á þennan völl og ber fyrst að nefna að þurfa að róa út í helvítis sker, og það á hálf lekum bát, ekki séns að einhver með viti myndi sóa orku í það. Anna fremur svo sjálfsmorð eftir að Jón hélt framhjá með Þóru, dóttur landeigenda í Flatey. Samband Þóru og Jóns þróast svo.

Myndin fannst mér vel gerð í flesta staði, sá enga augljósa galla (klippi/tónlist etc). Hef frekar lítið að segja um endurlitin í myndinni, en þau sýna helst hvernig persónan Jón er í raun og veru og segja okkur hvað varð um Önnu.

Spoiler

Þóra finnst mér vera heimsk ástfangin stelpa. Mamma hennar og pabbi, þó aðalega mamma, voru mjög svo á móti því að hún giftist Jóni, en hverjum er ekki sama hvað foreldrunum finnst? En ef maðurinn/konan sem þú ert að fara að giftast segir þér að þetta muni ekki ganga þá ættiru að endurskoða ákvörðun þína. Fannst þess vegna gott á Þóru í lok myndar þegar Jón vildi ekki fara með henni út.

Spoiler

Besta atriðið í myndinni fannst mér þegar Jón, Lárus, Börkur, Sjonni og Matthildur stálu syngi og skemmtu sér með dýrindis veitingum og píanói.

Spoiler

Versta atriðið fannst mér þegar Jón reyndi að róa árabátnum í burtu eftir að hafa hætt við brúðkaupið og svo enduðu þau á því að giftast í sjónum, fannst það frekar kjánalegt.


Fannst snilld þegar þetta gerðist, lýsir persónu Jóns ágætlega.


Flott skot.


Myndin fannst mér bara fín á heildina litið en þó ekkert must see.

Tuesday, February 19, 2008

Rambo /inniheldur spoilera/

Var að koma af POWER-sýningu í Laugarásbíói og verð að segja, það á bara að sjá þessa mynd þannig.

Held að besta leiðin til að lýsa þessari mynd að það eru 3.47 (minnir mig) dráp á mínútu skv. grein í Fréttablaðinu en hér er e-ð sem ég googlaði.Þessi mynd er alger snilld og minnti mig svolítið á þegar ég spilaði CS(Counter-Strike) og COD(Call of Duty) í gamla daga. Þá er ég að tala um síðasta skotbardagann þegar allir eru skotnir Í KLESSU !!!! T.a.m þegar skólastrákurinn tekur 2 í einu skoti (klassísk snilld í CS) eða þegar hann HS(Headshottar) gaurinn á bátnum ÞVÍLÍKT BRJÁLÆÐISLEG TÖFF! Fleira sem minnti mig á CS/COD er þegar einhverjir góðir gæjar úr sérsveitinni hoppa bakvið vondu með AK-47 og gera bara eins og í CS, SPRAAAAAAY ! !!! Shit hvað það var mikil snilld, og bara allt þetta atriði. Þetta var líka svona ekta RAMBO atriði.

En að öðru. Handritið fannst mér frekar mikið crap en sprengingaranar, flottu drápin og bara hljóðið bætti það algerlega. Sum atriðin er þó virkilega of gróf og of raunveruleg, sbr. árásirnar á Karen ættbálkinn, það var bara allt choppið sýnt.

Eitt böggaði mig reyndar, þegar ráðist er á þorpið sem Sarah, Michael og fleiri frá kristna söfnuðinum þá kom e-ð hár eða einhver djöfullinn inn á myndina allt atriðið, fór mjög svo í taugarnar á mér :/. Svo eftir hlé þá held ég að það sé Laugarásbíói að kenna en er ekki viss, lækkaði tónlistin um smá kafla án sýnilegrar ástæðu.

Á heildina litið er þetta góð mynd af maður mikið fyrir sprengingar og bara svona sjúkt mikið af drápum.

P.s.

Langar til að sjá Norris VS Rambo (svipað til Freddy vs Jason) þótt það yrði bara kjánalegt.

P.p.s?

Farið á myndina með POWER hljóði.

Monday, February 18, 2008

Oldboy

Vissi ekkert við hverju ég átti að búa þegar ég frétti að þetta væri mynd vikunnar fyrir nokkru. Hafði aldrei heyrt um hana áður og var með opin huga. Varð þó ekki fyrir vonbrigðum.

Myndin fjallar um mann sem er læstur inn í herbergi í nokkur ár án sýnilegrar ástæðu. [Smá spoiler; Þegar hann kemst svo loksins út hittir hann undurfagra mey á veitingarstað sem hún vinnur á. Þar líður yfir hann og hún fer með hann heim til sín og saman reyna þau að komast að því hver lokaði aðalhetjuna inni, sem ég man ekkert hvað heitir. Myndin er þó alveg semi-brútal á köflum t.a.m. þegar hann klippir tunguna út úr sér en þó án þess að vera einhver splatter fýlingur. Við sjáum það ekki (miklu einfaldara í framkvæmd) og jafnvel áhrifaríkara en að sýna það.

Hugmyndin var framkvæmd og allt til fyrirmyndar í töku, klippingu etc.

Allt í allt mjög sáttur með að hafa séð þessa mynd.

Monday, January 28, 2008

Death at a Funeral

Sprenghlægileg gamanmynd um mann sem vill kveðja föður sinn á virðingarverðann hátt. Það virðist þó ætla að verða argasta vesen því ekki byrjar þetta vel. Fyrst er komið með vitlausan mann, maður frænku hans tekur óvart inn sýru sem endar með ósköpum. Mér fannst sá sem leikur hann takast það vel. Síðan kemur hver vitleysan á fætur annarri.

Ég hafði séð trailerinn og var ekki alveg viss um hvort þetta væri e-ð góð mynd, en eftir hana var ég ekki í efa. Í trailernum er þó vinnu höfunanda eyðilögð. Það er byggt upp spenna um hver litli maðurinn, sem enginn þekkir er. Þetta hefði verið næstum því snilld ef maður vissi ekkert hver það væri en af því að ég sá trailerinn (spoiler ef þú hefur ekki séð hann) þá vissi ég að hefði verið framhjáld pabbans. Varð frekar pirraður yfir þessu.

Allavega fannst mér myndin mjög góð afþreying og hún kemur manni í gott skap.

Monday, January 21, 2008

Hold up down

Fyrsta myndin sem við horfðum á eftir áramót var Hold up down, japönsk, allavega asísk gamanmynd. Hún byrjaði mjög vel og stutt í gamanið.

Besta leiðin til að lýsa framhaldinu er að skoða fjármálamarkaðinn. Þetta fer svona upp og niður (ekki ósviðað myndunum hans McKee) að hótelsenunni. Eftir hana hríðfellur gengið alveg niður í fáranlega mikinn mínusl. Hvað leikstjórinn var að pæla hef ég ekki hugmynd um en þessi er eitt mesta rugl sem ég hef á ævinni séð :|. Ok hún átti 1-2 fyndin augnablik í orðsins fylltu merkingu en í alvöru shiiiit. Pældi aðeins í þessu og held að höfundurinn sé hreinlega bara að grín að svona bardagasenum eða e-ð í þá áttina.

Þessi mynd er frábær ef þessi hótelsena væri klippt út. Það var svona 8 1/2 fílingur að horfa á þessa senu, maður gat ekki beðið að hún kláraðist :).

Sunday, January 20, 2008

V for Vendetta

Sá þessa mynd í annað skiptið um daginn og ákvað að skrifa um það.

Fannst rosalega skrítið að túlka grímuna eftir því hvernig "V" leið t.d. ef hann var sorgmæddur varð gríman einhvern veginn sorgmædd á svipinn (samt sama gríman), sem er virkilega cool :). Það er skapað ákveðið andrúmsoft (með lýsingu, tónlist ofl.) og þá sér maður mismunandi grímu. Alger snilld.

Myndin finnst mér rosalega flott, sérstaklega atriðið nálægt lokum þegar hann tekur fáranlega margar kúlur í sig en endar svo á því að drepa alla áður en þeir ná að hlaða aftur, mjög flottur effect á hnífunum hans!

Leikurinn fannst mér bara lala, Hugo skilaði sínu vel, hlýtur að vera erfitt að leika einhvern án þess að nota andlitið og Portman stóð sig bara þokkalega. Aðrir stóðu sig einnig með prýði.

Fannst líka svolítið scary að hugsa um að þjóðfélagið sem við búum í gæti endað einhvernveginn svona þ.e. stjórnvöld alltaf að fylgjast með okkur og setja á okkur haftir til að auka öryggi okkar. (á þá við hér það er verið að setja myndavélar út úm alla bæ, stytta lokunartíma á skemmtistöðujn etc, efa þó að þetta endi eins og í myndinni þar sem þetta hefur gengið út í öfgar :))