Fór á þessa mynd milli jóla og nýárs með talsverðar væntingar þar sem ég hafði heyrt almennt góða hluti um hana. Í stuttu máli varð ég ekki fyrir vonbrigðum.
Myndin fjallar um Frank Lucas (Denzel Washington) og hvernig hann byggir upp veldi sitt. Hann lendir þó í heiðalegri löggu Richie Roberts (Russel Crowe) sem var víst fátítt á þessum tíma.
Mér fannst gaman að sitja í salnum og pæla í hvernig í andskotanum hann ætlaði að koma öllu þessu hreina heroíini til Bandaríkjanna, frá Thailandi (minnir mig:P). Ég giskaði ekki á rétt en leiðin sem hann valdi var hrein snilld og lýsir setning sem hann sagði u.þ.b svona :
Random gaur : "..sir they want 100.000$"
Frank : "Give them 100.000$ more" (c.a. man ekki alveg :))
Alger snilld að múta bara helvíti nógu miklu svo fólk geri það sem maður biður það um :). Í lok myndarinnar var svo sagt hvað þessir menn væru að gera í dag (eða e-ð svoleiðis) og ég mér krossbrá, hafði ekki einu sinni grunað að þetta væri byggt á raunverulegum atburðum! Þessi Frakn Lucas gaur er bara fáránlega snjall og úrræða góður þótt ég myndi að vísu ekki ráða hann í vinnu til mín :P, af augljósum ástæðum.
Fannst myndin líta vel út og söguþráðurinn hélt sínu striki út myndina. Myndin er must see fyrir alla sem finnst gaman af spennumyndum :)
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
3 stig.
Post a Comment