Sprenghlægileg gamanmynd um mann sem vill kveðja föður sinn á virðingarverðann hátt. Það virðist þó ætla að verða argasta vesen því ekki byrjar þetta vel. Fyrst er komið með vitlausan mann, maður frænku hans tekur óvart inn sýru sem endar með ósköpum. Mér fannst sá sem leikur hann takast það vel. Síðan kemur hver vitleysan á fætur annarri.
Ég hafði séð trailerinn og var ekki alveg viss um hvort þetta væri e-ð góð mynd, en eftir hana var ég ekki í efa. Í trailernum er þó vinnu höfunanda eyðilögð. Það er byggt upp spenna um hver litli maðurinn, sem enginn þekkir er. Þetta hefði verið næstum því snilld ef maður vissi ekkert hver það væri en af því að ég sá trailerinn (spoiler ef þú hefur ekki séð hann) þá vissi ég að hefði verið framhjáld pabbans. Varð frekar pirraður yfir þessu.
Allavega fannst mér myndin mjög góð afþreying og hún kemur manni í gott skap.
1 comment:
3 stig.
Post a Comment