Wednesday, January 9, 2008

Pulp Fiction

Fékk þessa mynd í jólagjöf en hafði aldrei séð hana fyrr en ég horfði á hana milli jóla og nýars, ótrúlegt en satt.

Shiiiit ég ætlaði ekki að trúa því hversu miklu ég hef misst af.

Persónurnar í þessari mynd eru alger snilld, allt frá því að vera OFUR-svalar í það að vera léttgeggjað lið og svo samblanda af þessu tvennu. Klippingin er rosalega svipuð Reservoir Dogs (sami klippari að vísu :P) að því leytinu til að við fáum einhverjar aðstæður (Gaurarnir í bílnum í RD og parið í PF) en svo skýrist allt smá saman.

Mig langar rosalega til að fá að vita hvað var í töskunni sem Jules og Vincent voru að ná í. Einn vinur minn sagði mér að hann hefði lesið einhverstaðar að það væri sál og þess vegna hefðu þeir ekki dáið þegar skotið var á þá úr mjög stuttu færi. Hef þó ekki glóru en það væri gaman ef einhver vissi meira um þetta og gæti látið mann vita.

Hef sjaldan sprungið eins mikið úr hlátri þegar Travolta skaut óvart Marvin og bílinn fylltist af blóði. Þeir Vincent of Jules voru þó pollrólegir eins Travolta hefði bara hellt niður slettu af coke-i.

Sé eftir að hafa ekki séð þessa mynd fyrr.